Hamilton stefnir á sigur á Monza 13. september 2009 06:38 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni í gær. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira