Hamilton stefnir á sigur á Monza 13. september 2009 06:38 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni í gær. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira