Titilslagurinn riðlast vegna árangurs McLaren 22. ágúst 2009 18:24 Lewis Hamilton var fljótastur í Valencia í dag. Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti. Hinir eru Sebastian Vettel, sem er fjórði, Jenson Button í fimmta sæti og Mark Webber sem varð níundi. Hver stig sem þeir ná er dýrmætt og því setur það strik í reikninginn að tveir ökumenn sem ætla að barjast um sigur eru fremstir á ráslínunni. Brawn Barrichello er bensínþyngri en McLaren bílarnir og spurning hvort það hjálpar honum í kappakstrinum að smokra sér framúr í þjónustuhléum eður ei. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi og er til alls líklegur. Kovalainen er að berjast fyrir sæti sínu hjá McLaren á næsta ári og mun ekkert gefa eftir. Honum var uppálagt að ná betri árangri, ellegar missa sæti sitt hjá liðinu. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag og það er viss hvatning fyrir hann að ná góðum árangri í keppni sem Felipe Massa vinur hans vann í fyrra. Massa er í hvíld frá Formúlu 1 eftir óhapp í Ungverjalandi. Barrichello keyrir með hjálm sem búið er að mála hvatningu til Massa. Það yrði huggun gegn harmi, ef Barrichello færði vini sínum sigur og næði þannig dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Ræsingin skiptir verulegu máli og McLaren bílarnir eru með KERS kerfið, 80 auka hestöfl og einnig Ferrari KImi Raikkönen, sem er sjötti. Hann hefur náð framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum. Hvað sem gerist er ljóst að kapparnir í titilslagnum munu berjast fyrir hverju stigi sem er í boði. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti. Hinir eru Sebastian Vettel, sem er fjórði, Jenson Button í fimmta sæti og Mark Webber sem varð níundi. Hver stig sem þeir ná er dýrmætt og því setur það strik í reikninginn að tveir ökumenn sem ætla að barjast um sigur eru fremstir á ráslínunni. Brawn Barrichello er bensínþyngri en McLaren bílarnir og spurning hvort það hjálpar honum í kappakstrinum að smokra sér framúr í þjónustuhléum eður ei. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi og er til alls líklegur. Kovalainen er að berjast fyrir sæti sínu hjá McLaren á næsta ári og mun ekkert gefa eftir. Honum var uppálagt að ná betri árangri, ellegar missa sæti sitt hjá liðinu. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag og það er viss hvatning fyrir hann að ná góðum árangri í keppni sem Felipe Massa vinur hans vann í fyrra. Massa er í hvíld frá Formúlu 1 eftir óhapp í Ungverjalandi. Barrichello keyrir með hjálm sem búið er að mála hvatningu til Massa. Það yrði huggun gegn harmi, ef Barrichello færði vini sínum sigur og næði þannig dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Ræsingin skiptir verulegu máli og McLaren bílarnir eru með KERS kerfið, 80 auka hestöfl og einnig Ferrari KImi Raikkönen, sem er sjötti. Hann hefur náð framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum. Hvað sem gerist er ljóst að kapparnir í titilslagnum munu berjast fyrir hverju stigi sem er í boði. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira