Endurskoðandi Madoffs játar sekt 4. nóvember 2009 01:30 David Friehling Endurskoðandi stórsvikarans viðurkennir sekt sína.Nordicphotos/AFP David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Sjálfur sagði Friehling þó í gær við dómarann: „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að Bernard Madoff væri með Ponzi-svindl í gangi.“ Ponzi-svik ganga út á það að fjárfestum er greiddur arður með peningum sem nýir fjárfestar greiða, án þess að nokkur hagnaður hafi orðið. Fyrr eða síðar hlýtur slík svikamylla að hrynja, en upp komst um Madoff í desember í fyrra. Þá hafði hann stundað þennan leik í nærri tvo áratugi. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm í júní síðastliðnum.- gb Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið. Sjálfur sagði Friehling þó í gær við dómarann: „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að Bernard Madoff væri með Ponzi-svindl í gangi.“ Ponzi-svik ganga út á það að fjárfestum er greiddur arður með peningum sem nýir fjárfestar greiða, án þess að nokkur hagnaður hafi orðið. Fyrr eða síðar hlýtur slík svikamylla að hrynja, en upp komst um Madoff í desember í fyrra. Þá hafði hann stundað þennan leik í nærri tvo áratugi. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm í júní síðastliðnum.- gb
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira