Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl 17. september 2009 09:04 Niki Lauda og Nelson Piquet eldri, sem nargir telja að hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla. mynd: Getty Images Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira