Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6% 8. október 2009 08:27 Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Samkvæmt frétt um uppgjörið á Reuters eru ástæðurnar fyrir hinum óvænta hagnaði einkum þær að hagræðingar og sparnaðaraðgerðir núverandi stjórnar hafa skilað góðum árangri. Þar að auki hefur álverð stöðugt farið hækkandi í sumar. Félagið hefur dregið úr framleiðslu sinni um 20% og sagt upp 30% af starfsmönnum sínum á undanförnum 12 mánuðum. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að þrátt fyrir hækkun á álverði undanfarna mánuði sé verðið enn ekki nógu hátt til þess að félagið auki framleiðslu sína að nýju. Reiknað er með að þessi góða niðurstaða hjá Alcoa muni hafa jákvæð áhrif á markaðinn á Wall Street í dag. Alcoa rekur Fjarðarál austur á fjörðum. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi. Samkvæmt frétt um uppgjörið á Reuters eru ástæðurnar fyrir hinum óvænta hagnaði einkum þær að hagræðingar og sparnaðaraðgerðir núverandi stjórnar hafa skilað góðum árangri. Þar að auki hefur álverð stöðugt farið hækkandi í sumar. Félagið hefur dregið úr framleiðslu sinni um 20% og sagt upp 30% af starfsmönnum sínum á undanförnum 12 mánuðum. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að þrátt fyrir hækkun á álverði undanfarna mánuði sé verðið enn ekki nógu hátt til þess að félagið auki framleiðslu sína að nýju. Reiknað er með að þessi góða niðurstaða hjá Alcoa muni hafa jákvæð áhrif á markaðinn á Wall Street í dag. Alcoa rekur Fjarðarál austur á fjörðum.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira