Albert prins: Ferrari má ekki hætta 23. maí 2009 20:39 Ljúfa lífið og Formúlu 1 er eitt og hið sama í Mónakó. Mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Mónakó vekur alltaf mikla athygli. Prins Albert sem öllu stýrir í Mónakó sá ástæðu til að tjá sig um ástandið í Formúlu 1. FIA og Formúlu 1 lið hafa deilt um framtíð íþróttarinnar og hefur Ferrari hótað að hætta. Samningafundir hafa staðið yfir í Mónakó, en engin lausn er enn í sjónmáli. "Það er vandasamt að setja sig upp á móti FIA, en menn verða líka að jafna leikin fyrir alla keppendur. Ég veit þó það eitt að við megum ekki við því að Ferrari hætti. Það yrði mikið högg fyrir íþróttina. Ég er sannfærður að menn finna lausn á þessum málum", sagði Albert í samtali við BBC í dag. "Það hefur mikla þýðingu fyrir Mónakó að halda Formúlu 1 og færir hundruði miljóna evra tekjur að liðin koma hingað með tæki sín. Mótið er hluti af sögu Mónakó og við störfum með glöðu geði með þeim sem skipuleggja mótin", bætti hann við. Mónakó er eina landið sem ekki þarf að greiða Bernie Ecclestone leyfisgjald fyrir skipulag mótsins. Ecclestone telu sögu mótsins það sterka að ekki megi hrófla við því, ólíkt Silverstone mótsins í Englandi. Sjá rásröð og brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Mónakó vekur alltaf mikla athygli. Prins Albert sem öllu stýrir í Mónakó sá ástæðu til að tjá sig um ástandið í Formúlu 1. FIA og Formúlu 1 lið hafa deilt um framtíð íþróttarinnar og hefur Ferrari hótað að hætta. Samningafundir hafa staðið yfir í Mónakó, en engin lausn er enn í sjónmáli. "Það er vandasamt að setja sig upp á móti FIA, en menn verða líka að jafna leikin fyrir alla keppendur. Ég veit þó það eitt að við megum ekki við því að Ferrari hætti. Það yrði mikið högg fyrir íþróttina. Ég er sannfærður að menn finna lausn á þessum málum", sagði Albert í samtali við BBC í dag. "Það hefur mikla þýðingu fyrir Mónakó að halda Formúlu 1 og færir hundruði miljóna evra tekjur að liðin koma hingað með tæki sín. Mótið er hluti af sögu Mónakó og við störfum með glöðu geði með þeim sem skipuleggja mótin", bætti hann við. Mónakó er eina landið sem ekki þarf að greiða Bernie Ecclestone leyfisgjald fyrir skipulag mótsins. Ecclestone telu sögu mótsins það sterka að ekki megi hrófla við því, ólíkt Silverstone mótsins í Englandi. Sjá rásröð og brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira