Hamilton stefnir á sigur á Spáni 19. ágúst 2009 14:49 Lewis Hamilton hefur bara fagnað einum sigri á árinu og það var í síðustu keppni. McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira