FIA menn fúlir á móti FOTA 16. júní 2009 09:49 Allt er upp í loft varðandi Formúlu 1 fyrir Silverstone kappaksturinn um næstu helgi. FIA og FOTA ná ekki saman og lokamótið á Silverstone verður því í skugga deilna. mynd: kappakstur.is Ekkert hefur þróast í átt að samkomulagi milli FIA, alþjóðabílasambandsins og FOTA, samtökum keppnisliða. FIA sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að sambandið hafi ekki náð samkomulagi við samtök keppnisliða varðandi útgjaldaþak né heldur hugmyndir að reglum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu FIA segir að reglurnar sem sambandið hefur sett fram um 40 miljón punda útgjaldaþak muni því standa óbreytt, en keppnislið höfðu hugmyndir um að lækka útgjöld skref fyrir skref næstu árin. Stærstu liðin kost til liðlega 300 miljónum punda á ári og því ber mikið í milli. Fjölmörg Formúlu 1lið hafa hótað að hætta í Formúlu 1 og jafnvel stofna eigin mótaröð. Málsaðilar hittust í Lundúnum í gær, en allt kom fyrir ekki. Yfirlýsing FIA í dag mun ekki bæta ástand mála, en sambandið hefur gefið 8 Formúlu 1 liðum innnan FOTA færi á að sækja um keppnisrétt 2010 fyrir 19. júní. Að öðrum kosti eiga þau á hættu að falla úr leik, þar sem 15 nýjar umsóknir bárust til FIA og aðeins 13 lið verða á ráslínu á næsta ári. Liðin 8 innan FOTA sóttu sameiginlega um að keppa og mynduðu þannig þrýstihóp, en Force India og Williams höfðu áður gengið úr skaftinu og sótt um þátttöku sem einstök lið. Mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi um næstu helgi verður svanasöngur mótshalds á brautinni í Formúlu 1 og spurning hvert stefnir í íþróttinni með endalausum deilum um fyrirkomulagið á næsta ári. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ekkert hefur þróast í átt að samkomulagi milli FIA, alþjóðabílasambandsins og FOTA, samtökum keppnisliða. FIA sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að sambandið hafi ekki náð samkomulagi við samtök keppnisliða varðandi útgjaldaþak né heldur hugmyndir að reglum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu FIA segir að reglurnar sem sambandið hefur sett fram um 40 miljón punda útgjaldaþak muni því standa óbreytt, en keppnislið höfðu hugmyndir um að lækka útgjöld skref fyrir skref næstu árin. Stærstu liðin kost til liðlega 300 miljónum punda á ári og því ber mikið í milli. Fjölmörg Formúlu 1lið hafa hótað að hætta í Formúlu 1 og jafnvel stofna eigin mótaröð. Málsaðilar hittust í Lundúnum í gær, en allt kom fyrir ekki. Yfirlýsing FIA í dag mun ekki bæta ástand mála, en sambandið hefur gefið 8 Formúlu 1 liðum innnan FOTA færi á að sækja um keppnisrétt 2010 fyrir 19. júní. Að öðrum kosti eiga þau á hættu að falla úr leik, þar sem 15 nýjar umsóknir bárust til FIA og aðeins 13 lið verða á ráslínu á næsta ári. Liðin 8 innan FOTA sóttu sameiginlega um að keppa og mynduðu þannig þrýstihóp, en Force India og Williams höfðu áður gengið úr skaftinu og sótt um þátttöku sem einstök lið. Mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi um næstu helgi verður svanasöngur mótshalds á brautinni í Formúlu 1 og spurning hvert stefnir í íþróttinni með endalausum deilum um fyrirkomulagið á næsta ári.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira