Hamilton hlær í betri bíl 22. janúar 2009 06:22 Lewis Hamilton ók McLaren Mercedes bílnum eftir brautinni í Portimao í fyrsta skipti í gær. mynd: Kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira