ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum 4. desember 2009 09:23 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira