Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi 29. apríl 2009 09:58 Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum." Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum."
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira