Gjaldþrot Roskilde Bank kostar hvern Dana 50.000 krónur 2. nóvember 2009 08:58 Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Þetta segir í frétt um málið á börsen.dk. Í ljós hefur komið að tap ríkissjóðsins er mun meira en áður var talið þegar bankinn var yfirtekinn af danska seðlabankanum og bankasjóði landsins (Det Private Beredskab) sem Fjármálaráð Danmerkur setti á fót til þess að yfirtaka banka í nauðum. Fram að þessu hafa afskriftir seðlabankans og sjóðsins numið um 10 milljörðum danskra kr., eða um 250 milljörðum kr., og ekki eru öll krul komin til grafar enn að sögn Lars Jensen bankastjóra Roskilde Bank í viðtali sem Ökonomisk Ugebrev átti við hann fyrir helgina. Jensen vill ekki spá fyrir um hve tapið muni nema miklu þegar upp er staðið. Samhliða þessu liggur ljóst fyrir að bankasjóðurinn muni ekki leggja meir en 750 milljónir danskra kr. í púkkið þannig að megnið af fyrrgreindum 10 milljörðum danskra kr. lendir á ríkissjóði. Samkvæmt börsen.dk dugir þessi upphæð til að reka bæjarfélagið Roskilde Kommune með 82.000 íbúum í tvö ár og er þá allt talið með, skólar, stofnanir, elliheimili o. sv. fr. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hneykslið í kringum gjaldþrot Roskilde Bank er að breytast í verstu hugsanlegu martröðina fyrir danska ríkissjóðinn og þar með skattgreiðendur landsins. Þegar upp er staðið mun gjaldþrotið kosta hvern Dana 2000 danskar kr. eða um 50.000 kr. Þetta segir í frétt um málið á börsen.dk. Í ljós hefur komið að tap ríkissjóðsins er mun meira en áður var talið þegar bankinn var yfirtekinn af danska seðlabankanum og bankasjóði landsins (Det Private Beredskab) sem Fjármálaráð Danmerkur setti á fót til þess að yfirtaka banka í nauðum. Fram að þessu hafa afskriftir seðlabankans og sjóðsins numið um 10 milljörðum danskra kr., eða um 250 milljörðum kr., og ekki eru öll krul komin til grafar enn að sögn Lars Jensen bankastjóra Roskilde Bank í viðtali sem Ökonomisk Ugebrev átti við hann fyrir helgina. Jensen vill ekki spá fyrir um hve tapið muni nema miklu þegar upp er staðið. Samhliða þessu liggur ljóst fyrir að bankasjóðurinn muni ekki leggja meir en 750 milljónir danskra kr. í púkkið þannig að megnið af fyrrgreindum 10 milljörðum danskra kr. lendir á ríkissjóði. Samkvæmt börsen.dk dugir þessi upphæð til að reka bæjarfélagið Roskilde Kommune með 82.000 íbúum í tvö ár og er þá allt talið með, skólar, stofnanir, elliheimili o. sv. fr.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira