Stefán Gíslason og félagar hans í Bröndby er aftur kominn á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur á Randers á heimavelli í kvöld. Esbjerg tapaði á sama tíma á móti AGF.
Stefán Gíslason lék allan leikinn á miðjunni hjá Bröndby sem hefur nú einu stigi meira en FC Kaupmannahöfn á toppnum.
Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði 2-1 á útivelli á móti AGF. Kára var skipt útaf eftir klukkutímaleik og á sama tíma kom Gunnar Heiðar Þorvaldsson inn á sem varamaður hjá liðinu. Esbjerg er í 8. sæti deildarinnar.