Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr 24. mars 2009 11:02 Hin mikla óvissa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði gerir það nú að verkum að Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr. Gullkaup Dana á fyrstu mánuðum þessa árs eru um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. Jyllands Posten fjallar um málið og vitnar til upplýsinga frá Etrade, verðbréfamiðlunar sem starfrækt er á netinu. Jens Höyer forstjóri Etrade segir í samtali við blaðið að þegar óvissa ríki á mörkuðum veri fjárfestar íhaldssamir. Þetta hafi sést vel á síðasta ári þegar heimsmarkaðsverð á gulli komst mjög nálægt 1.000 dollurum á únsuna. Höyer telur að engin breyting verði á þessu þetta árið. Höyer bendir á að gull hafi verið notað sem fjárfesting öldum saman, einkum sem ráð gegn verðbólgu. Fólk breyti peningum sínum í gull í verðbólgu til að komast hjá tapi. Og einnig megi nefna að gull sé eini sanni gjaldmiðillinn á heimsvísu. Þú getir notað það til að versla með hvar sem er í heiminum án vandræða. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin mikla óvissa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði gerir það nú að verkum að Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr. Gullkaup Dana á fyrstu mánuðum þessa árs eru um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. Jyllands Posten fjallar um málið og vitnar til upplýsinga frá Etrade, verðbréfamiðlunar sem starfrækt er á netinu. Jens Höyer forstjóri Etrade segir í samtali við blaðið að þegar óvissa ríki á mörkuðum veri fjárfestar íhaldssamir. Þetta hafi sést vel á síðasta ári þegar heimsmarkaðsverð á gulli komst mjög nálægt 1.000 dollurum á únsuna. Höyer telur að engin breyting verði á þessu þetta árið. Höyer bendir á að gull hafi verið notað sem fjárfesting öldum saman, einkum sem ráð gegn verðbólgu. Fólk breyti peningum sínum í gull í verðbólgu til að komast hjá tapi. Og einnig megi nefna að gull sé eini sanni gjaldmiðillinn á heimsvísu. Þú getir notað það til að versla með hvar sem er í heiminum án vandræða.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira