Ecclestone segir dóm Briatore of harðan 24. september 2009 10:12 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir dæmdir í bann frá Formúlu 1. Briatore í ótímabundið bann og Symonds í fimm ára bann. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.
Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira