Þriggja manna slagur um Formúlu 1 titilinn 5. október 2009 08:22 Jenson Button og Rubens Barrichello hafa unnið 8 af 15 Formúlu mótum ársins. Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu. Button gæti orðið meistari í næsta móti sem er í Brasilíu, en miðað við gengi hans að undanförnu er það ólíklegt. Hann varð í áttunda sæti í gær og félagi hans Rubens Barrichello varð sjöundi. Þeir töpuðu því miklu af forskoti sínu á Vettel. "Vettel var með mjög fljótan bíl og það er mest um vert fyrir mig að gera ekki mistök. Jafnvel þó Vettel eða Barrichello ynnu í Brasilíu, þá yrði ég með 4-5 stiga forskot", sagði Button. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins, en síðan ekki sögunar meir. "Það er ekki alslæmt að hafa bara fengið eitt stig í Japan. Ég fer til Brasilíu fullur bjartsýni, en Vettel og Barrichello á heimavelli verða erfiðir viðureignar. Brawn liðið getur tryggt sér titil bílasmiða með því að ná í hálft stig í næsta móti og menn geta verið stoltir af gangi mála", sagði Button. Í vetur leit ekki út fyrir að Barrichello og Button myndu keppa, en á síðustu stundu tókst að bjarga fyrrum Honda liðinu og stofna Brawn liðið. Nú er liðið með forystu í stigakeppni bílasmiða og Button í stigamóti ökumanna. Sjá stigagjöfina Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu. Button gæti orðið meistari í næsta móti sem er í Brasilíu, en miðað við gengi hans að undanförnu er það ólíklegt. Hann varð í áttunda sæti í gær og félagi hans Rubens Barrichello varð sjöundi. Þeir töpuðu því miklu af forskoti sínu á Vettel. "Vettel var með mjög fljótan bíl og það er mest um vert fyrir mig að gera ekki mistök. Jafnvel þó Vettel eða Barrichello ynnu í Brasilíu, þá yrði ég með 4-5 stiga forskot", sagði Button. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins, en síðan ekki sögunar meir. "Það er ekki alslæmt að hafa bara fengið eitt stig í Japan. Ég fer til Brasilíu fullur bjartsýni, en Vettel og Barrichello á heimavelli verða erfiðir viðureignar. Brawn liðið getur tryggt sér titil bílasmiða með því að ná í hálft stig í næsta móti og menn geta verið stoltir af gangi mála", sagði Button. Í vetur leit ekki út fyrir að Barrichello og Button myndu keppa, en á síðustu stundu tókst að bjarga fyrrum Honda liðinu og stofna Brawn liðið. Nú er liðið með forystu í stigakeppni bílasmiða og Button í stigamóti ökumanna. Sjá stigagjöfina
Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira