Auður skili sæti Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 20. apríl 2009 06:00 Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda. „Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins," sagði þingmaður flokksins á landsfundi um daginn og negldi þannig sjálfur niður eigin eftirmæli. Fjölda hægrimanna finnst loks kominn tími til að hvíla flokkinn eftir þrásetu í stjórnarráðinu og sumir geta ekki hugsað sér að kjósa villta vinstrið, fyrir því er ekki hefð á öllum heimilum. Kostirnir eru því fáir. Sitja heima eða skila auðu. Þrátt fyrir fréttir um að í þetta sinnið verði auðir seðlar taldir sérstaklega er fyrirséð að þeir verði afgreiddir í umræðunni á tíu mínútum eftir kosningar. Skili þannig ekki öðru en pínulítilli útrás á uppsafnaðri gremju gegn þeim sem komu þjóðinni á kaldan klaka. Þó að stutt sé til kjördags vil ég því læða hér að hugmynd til styrktar lýðræðinu: Í fyrsta lagi verði prentaður á kjörseðla sérstakur reitur fyrir þá sem ekki kæra sig um að ljá atkvæði sitt neinu framboði. Fólk geti semsagt sett X við „ekkert af framantöldu" eins og í hverri annarri könnun. Þar með væri tryggilega staðfest að kjósandinn hefði nýtt atkvæðisrétt sinn en ekki bara gleymt af klaufaskap að hreyfa skriffærin. Í öðru lagi yrðu þau atkvæði sem höfnuðu öllum framboðum talin af sömu virðingu og önnur. Lágmarksfjöldi auðra seðla gæti því skilað auðu þingsæti. Sem teldist þá hvorki með meirihluta þingheims né minnihluta, heldur væri einfaldlega auður stóll í þinginu. Meirihluta allra 63 þingsætanna þyrfti eftir sem áður til að ná samþykki, en hinn auði stóll sæti ævinlega hjá og væri þannig virkt aðhald í öllum málum allt kjörtímabilið. Þingfararkaupið rynni til líknarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda. „Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins," sagði þingmaður flokksins á landsfundi um daginn og negldi þannig sjálfur niður eigin eftirmæli. Fjölda hægrimanna finnst loks kominn tími til að hvíla flokkinn eftir þrásetu í stjórnarráðinu og sumir geta ekki hugsað sér að kjósa villta vinstrið, fyrir því er ekki hefð á öllum heimilum. Kostirnir eru því fáir. Sitja heima eða skila auðu. Þrátt fyrir fréttir um að í þetta sinnið verði auðir seðlar taldir sérstaklega er fyrirséð að þeir verði afgreiddir í umræðunni á tíu mínútum eftir kosningar. Skili þannig ekki öðru en pínulítilli útrás á uppsafnaðri gremju gegn þeim sem komu þjóðinni á kaldan klaka. Þó að stutt sé til kjördags vil ég því læða hér að hugmynd til styrktar lýðræðinu: Í fyrsta lagi verði prentaður á kjörseðla sérstakur reitur fyrir þá sem ekki kæra sig um að ljá atkvæði sitt neinu framboði. Fólk geti semsagt sett X við „ekkert af framantöldu" eins og í hverri annarri könnun. Þar með væri tryggilega staðfest að kjósandinn hefði nýtt atkvæðisrétt sinn en ekki bara gleymt af klaufaskap að hreyfa skriffærin. Í öðru lagi yrðu þau atkvæði sem höfnuðu öllum framboðum talin af sömu virðingu og önnur. Lágmarksfjöldi auðra seðla gæti því skilað auðu þingsæti. Sem teldist þá hvorki með meirihluta þingheims né minnihluta, heldur væri einfaldlega auður stóll í þinginu. Meirihluta allra 63 þingsætanna þyrfti eftir sem áður til að ná samþykki, en hinn auði stóll sæti ævinlega hjá og væri þannig virkt aðhald í öllum málum allt kjörtímabilið. Þingfararkaupið rynni til líknarmála.