Ross Brawn: Button mjög hæfileikaríkur 29. apríl 2009 10:11 Ross Brawn er umvafinn fjölmiðlamönnum eftir mikla velgengni á æfingum og í mótum. mynd: kappakstur.is Bretinn Ross Brawn gerði Michael Schumacher að sjöföldum meistara með Benetton og Ferrari. Hann hefur trú á að Jenson Button geti orðið meistari í ár. Hann er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna. "Button er sérstakur og hefur sýnt það. Það eru engin læti þegar hann keyrir, hann fer vel með dekkin og bílinn. Þegar ég var hjá Ferrari sagði Michael Schumacher að Button væri hæfileikaríkur. Núna hefur hann loks tækifæri til að sýna hvað í sér býr", sagði Brawn. Button vann þriðja sigur sinn í fjórum mótum á sunnudaginn. Hann er með 31 stig í stigakeppni ökumanna, en félagi hans hjá Brawn 19. "Button er líka að fá aukið sjálfstraust að skilja að hann getur unnið. Slíkt er ekkert sjálfgefið og Button veit að hann er með tækifæri í höndunum. Það eru þó 13 mót eftir í meistaramótinu og við verðum að sækja mót frá móti. Við getum ekkert slakað á og önnur lið munu þróa bíla sína hratt til að krafsa í forystu okkar;" sagði Brawn. Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Ross Brawn gerði Michael Schumacher að sjöföldum meistara með Benetton og Ferrari. Hann hefur trú á að Jenson Button geti orðið meistari í ár. Hann er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna. "Button er sérstakur og hefur sýnt það. Það eru engin læti þegar hann keyrir, hann fer vel með dekkin og bílinn. Þegar ég var hjá Ferrari sagði Michael Schumacher að Button væri hæfileikaríkur. Núna hefur hann loks tækifæri til að sýna hvað í sér býr", sagði Brawn. Button vann þriðja sigur sinn í fjórum mótum á sunnudaginn. Hann er með 31 stig í stigakeppni ökumanna, en félagi hans hjá Brawn 19. "Button er líka að fá aukið sjálfstraust að skilja að hann getur unnið. Slíkt er ekkert sjálfgefið og Button veit að hann er með tækifæri í höndunum. Það eru þó 13 mót eftir í meistaramótinu og við verðum að sækja mót frá móti. Við getum ekkert slakað á og önnur lið munu þróa bíla sína hratt til að krafsa í forystu okkar;" sagði Brawn.
Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira