Massa og Schumacher í Abu Dhabi 30. október 2009 19:53 Felipe Massa og Michael Schumacher á mótsstað í Abu Dhabi. mynd: Getty Images Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Félagarnir Michael Schumacher og Felipe Massa eru báðir að spóka sig á nýja mótssvæðinu í Abu Dhabi, en brautin var vígð í dag. Ökumenn eru heillaðir af aðstæðum og telja margir að vonlaust verði að toppa aðstöðuna á mótssvæðinu. Massa má ekki keppa vegna meiðsla sem hann hlaut í Ungverjalandi í sumar en vildi mæta á mótssvæðið og skoða brautina, enda keppir hann með Ferrrari á næsta ári ásamt Fernando Alonso. Alonso sagði í dag að það væri tregablandið að keppa í siðasta skipti með Renault í mótinu í Abu Dhabi, en hann á marga vini innan Renault liðsins. Hann vann tvo titla með liðinu, árin 2005 og 2006. Miklar hræringar verða á næstunni á ökumannsmarkaðnum og óljóst er hvað Kimi Raikkönen tekur sér fyrir hendur, í ljósi þess að Ferrari ákvað að leysa hann undan samningi. Japaninn Kamui Kobayashi ók mjög vel fyrir Toyota í dag og gæti tryggt sér sæti með liðinu í stað Timo Glock og Jarno Trulli sem virðast vera á útleið, í það minnsta annar þeirra. Sýnt er frá æfingum í Abu Dhabi kl. 20.30 á Stöð 2 Sport í kvöld og 3 útsendingar eru á laugardag frá mótssvæðinu. Sjá brautarllýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira