Rússar neyðast til að draga einkaneyslu og rússnesk stjórnvöld þurfa draga gríðarlega úr útgjöldum vegna rekstrar ríkisins. Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins, segir að þetta sé afar mikilvægt. Efnahagskerfi Rússlands dróst saman um 9,5% fyrstu þrjá mánuði ársins.
Kudrin segir að nú sé efnahagskerfi landsins keyrt áfram á varabirgðum sem hugsunin hafi verið að nota í afar slæmu árferði.
