17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport 6. febrúar 2009 11:04 Ný braut í Abu Dhani mun setja svip sinn á Formúlu 1 á Stöð 2 Sport. mynd: kappakstur.is Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina
Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira