Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi 26. nóvember 2009 08:59 Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira