Evrópskir bankar stækka og sá fræjum að næstu kreppu 2. desember 2009 12:48 Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópskir bankar eru að koma undan kreppunni stærri en nokkru sinni fyrr og þar með eru þeir komnir í gang með að sá fræjum að næstu kreppu. Stærð þeirra ógnar orðið efnahag heimalanda þeirra.Í ítarlegri umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að BNP Paribas, Barclays Plc og Banco Santander SA séu meðal a.m.k. 353 evrópskra fjármálastofnanna sem orðnar eru stærri en þær voru í ársbyrjun 2007. Eignir fimmtán evrópskra banka eru nú meiri en nemur efnahag heimalanda þeirra. Fyrir þremur árum voru þeir tíu talsins í þessum hópi.Sérfræðingar sem Bloomberg ræðir við um málið segja að verið sé að sá fræjum að næstu kreppu með þessari þróun sem átt hefur sér stað síðustu tvö árinSamkvæmt úttekt Bloomberg hafa evrópskir bankar stækkað um 25% frá upphafi ársins 2007 á meðan bandarískir bankar hafa stækkað um 20% á sama tímabili.Tom Kirchmaier hjá London School of Economics segir að fjármálakreppan hafi sýnt fram á að stórar fjármálastofnanir eru ógn við það þjóðfélag sem þær tilheyra, sérstaklega í minni löndum Evrópu.„Að mínu mati er skynsamlegt að skipta þessum bönkum niður í minni einingar," segir Kirchmaier. „Ef við lendum í öðru efnahagsáfalli efast ég verulega um að minni löndin séu í standi til að lifa slíkt af."Bæði Bretland og Ísland eru tekin sem dæmi í úttekt Bloomberg um hvaða hætta þjóðfélögum stafi af of stóru bankakerfi. Á Íslandi leiddi þetta að lokum til algers efnahagshruns og í Bretlandi berjast menn nú í bökkum með vaxandi atvinnuleysi og skattahækkunum til að mæta afleiðingum af því að hafa neyðst til Þess að bjarga bankakerfi sínu með gríðarlegum opinberum fjárútlátum.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira