Nýliðar Sandefjord gerðu í kvöld 2-2 jafntefli við topplið Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Kjartan Henry Finnbogason kom ekki við sögu í leiknum en hann var í leikmannahópi Sandefjord.
Rosenborg komst í 2-0 í leiknum á fyrsta hálftímanum en Sandefjord minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé. Jöfnunarmarkið kom svo á 70. mínútu leiksins.
Þetta var fyrsti leikur 10. umferðar en Rosenborg er á toppi deildarinnar með 20 stig, þremur stigum meira en Molde.
Sandefjord hefur komið á óvart í vor og er í fjórða sæti deildarinnar með sextán stig.