Bretinn Jenson Button tryggði sér í dag í heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1-mótaröðinni er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kappakstrinum.
Það var Mark Webber á Red Bull sem fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í dag. Robert Kubica varð annar, Lewis Hamilton þriðji og Sebastian Vettel fjórði.
Button var fjórtándi á ráslínu en náði með frábærri frammistöðu að vinna sig upp í fimmta sætið.
Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn og félagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, lenti í vandræðum seint í keppninni og datt niður í áttunda sætið.
Vettel átti einnig mjög góða keppni en hann var enn aftar í rásröðinni en Button. Hann kom sér upp í annað sæti stigakeppni ökuþóra með stigin sem hann hlaut fyrir fjórða sætið.
Button er með 89 stig þegar einni keppni er ólokið, Vettel 74 og Barrichello 72.