Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu 13. september 2009 07:14 Giancarlo Fisichella var hinn vandræðalegasti eftir að hafa klesst Ferrari bíl á æfingu fyrir tímatökuna í gær. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag. Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag.
Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira