Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum 29. mars 2009 10:42 Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum." Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf