Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti 12. júlí 2009 15:12 Webber sótti á þá Barrichello og Button í stigakeppninni með sigri í Þýsklandi í dag. Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira