Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur 27. október 2009 14:20 Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að tveimur mánuðum fyrir jól opni Sarkozy jólagafir sínar til franskra bænda. Í ræðu sem forsetinn hélt í Jura-fjöllunum segir hann að þetta sé gert til að aðstoða bændurnar til að lifa af óvenjulega kreppu. Ungum bændum, einkum þeim sem reka mjólkurbú, mun samkvæmt áformum Sarkozy bjóðast lán á 1 til 1,5% vöxtum. „Frakkland mun aldrei snúa bakinu við landbúnaði sínum. Ég hafna því að horfa á kreppuna loka landbúnaðinum," segir Sarkozy en áform hans verða að veruleika fyrir áramótin. Frakklandsforseti segir það óásættanlegt að meðan að afurðaverð hjá bænum hafi lækkað um 20% á síðasta ári hafi verið á landbúnaðarvörum til neytenda aðeins lækkað um 1%. Hann hvetur því framkvæmdanefnd ESB til að setja á fót regluverk sem stjórni verði á landbúnaðarvörum. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að tveimur mánuðum fyrir jól opni Sarkozy jólagafir sínar til franskra bænda. Í ræðu sem forsetinn hélt í Jura-fjöllunum segir hann að þetta sé gert til að aðstoða bændurnar til að lifa af óvenjulega kreppu. Ungum bændum, einkum þeim sem reka mjólkurbú, mun samkvæmt áformum Sarkozy bjóðast lán á 1 til 1,5% vöxtum. „Frakkland mun aldrei snúa bakinu við landbúnaði sínum. Ég hafna því að horfa á kreppuna loka landbúnaðinum," segir Sarkozy en áform hans verða að veruleika fyrir áramótin. Frakklandsforseti segir það óásættanlegt að meðan að afurðaverð hjá bænum hafi lækkað um 20% á síðasta ári hafi verið á landbúnaðarvörum til neytenda aðeins lækkað um 1%. Hann hvetur því framkvæmdanefnd ESB til að setja á fót regluverk sem stjórni verði á landbúnaðarvörum.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira