Fé og freistingar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. september 2009 00:01 Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar. Þannig er mál með vexti að ég hef það hlutverk um þessar mundir að tína möndlur af trjánum sem nú eru orðnar vel þroskaðar og á leiðinni um akurinn hanga girnilegar ferskjur, gráfíkjur og vínber fyrir augum mínum. Auðvitað langar mig að éta á mig gat en vandinn er sá að ég á ekkert í þessum ávöxtum. En freistingin er ekki lengi að hrista réttlætingu fram úr erminni til að halda breyskum sveini við efnið. Sú sem lá beinast við að þessu sinni var á þá leið að það væri nánast öruggt að ekki kæmist upp um mig þótt ég tæki smotterí af nokkrum trjám. Ég kaus þó að fara svangur um akurinn um morgunstund frekar en að sofa nóttina á eftir með blett á samviskunni. Góður svefn er nefnilega gulls ígildi. Tilveran er afar björt þegar maður hefur dottið niður á einhverja speki sem bæði er jákvæð og heilbrigð. Þá er engu líkara en að hugurinn sjái tvo leiki fram í tímann á taflborði lífsins. En dásamlega tilfinningin sem þessu fylgir staldrar aldrei lengi við því fyrr en varir er maður orðinn mát á nýjan leik. Eftir að hafa staðist freistinguna nokkra daga með þetta jákvæða hugarfar að vopni hélt ég glaður í bragði á akurinn einn morguninn en á leiðinni sá ég óréttlætinu fullnægt með kindarlegum hætti. Þannig vildi til að sauðfjárbóndi nokkur átti eitthvað sökótt við þann sem á þessa gjöfulu akra. Til að jafna metin ákvað hann að reka kindur sínar inn á akur óvinar síns. Þar sá ég þær éta allt sem ég hafði neitað mér um. Ég hef aldrei séð hamingjusamari skepnur enda er samviskan ekkert að flækjast fyrir sauðpeningnum. Sýndist mér þá heiðarleikinn hafa leikið mig grátt. En þá varð mér hugsað heim. Þar opnuðu húsbændur hjörð sinni leið frá fjársvelti inn á allsnægtarakur. Og viti menn; þeir sem átu mest eiga núna erfiðast með svefn. Á leiðinni heim af akrinum sá ég að kindurnar voru farnar. „Farið hefur fé betra," hugsaði ég með mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar. Þannig er mál með vexti að ég hef það hlutverk um þessar mundir að tína möndlur af trjánum sem nú eru orðnar vel þroskaðar og á leiðinni um akurinn hanga girnilegar ferskjur, gráfíkjur og vínber fyrir augum mínum. Auðvitað langar mig að éta á mig gat en vandinn er sá að ég á ekkert í þessum ávöxtum. En freistingin er ekki lengi að hrista réttlætingu fram úr erminni til að halda breyskum sveini við efnið. Sú sem lá beinast við að þessu sinni var á þá leið að það væri nánast öruggt að ekki kæmist upp um mig þótt ég tæki smotterí af nokkrum trjám. Ég kaus þó að fara svangur um akurinn um morgunstund frekar en að sofa nóttina á eftir með blett á samviskunni. Góður svefn er nefnilega gulls ígildi. Tilveran er afar björt þegar maður hefur dottið niður á einhverja speki sem bæði er jákvæð og heilbrigð. Þá er engu líkara en að hugurinn sjái tvo leiki fram í tímann á taflborði lífsins. En dásamlega tilfinningin sem þessu fylgir staldrar aldrei lengi við því fyrr en varir er maður orðinn mát á nýjan leik. Eftir að hafa staðist freistinguna nokkra daga með þetta jákvæða hugarfar að vopni hélt ég glaður í bragði á akurinn einn morguninn en á leiðinni sá ég óréttlætinu fullnægt með kindarlegum hætti. Þannig vildi til að sauðfjárbóndi nokkur átti eitthvað sökótt við þann sem á þessa gjöfulu akra. Til að jafna metin ákvað hann að reka kindur sínar inn á akur óvinar síns. Þar sá ég þær éta allt sem ég hafði neitað mér um. Ég hef aldrei séð hamingjusamari skepnur enda er samviskan ekkert að flækjast fyrir sauðpeningnum. Sýndist mér þá heiðarleikinn hafa leikið mig grátt. En þá varð mér hugsað heim. Þar opnuðu húsbændur hjörð sinni leið frá fjársvelti inn á allsnægtarakur. Og viti menn; þeir sem átu mest eiga núna erfiðast með svefn. Á leiðinni heim af akrinum sá ég að kindurnar voru farnar. „Farið hefur fé betra," hugsaði ég með mér.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun