Staðgengill Massa nýtur stuðnings Schumachers 19. ágúst 2009 09:36 Luca Badoer hefur ekið þúsundir km með Ferrari og verður í stað Felipe Massa í Valencia um helgina. Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira