Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports hefur Manchester City lagt fram tilboð upp á 25 milljónir punda í Samuel Eto'o, leikmann Barcelona.
Eto'o á ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona og gæti því farið frítt frá félaginu næsta ár.
Sky Sports fullyrðir enn frekar að á morgun muni umboðsmaður hans tilkynna á blaðamannafundi að hann ætli sér einmitt að klára samninginn sinn við Börsunga.
Því er enn heldur haldið fram að hjá City myndi Eto'o fá 250 þúsund pund í vikulaun og yrði hann þar með hæstlaunaðasti knattspyrnumaður heims.