Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1 18. nóvember 2009 07:01 Kimi Raikkönen hefur meiri tíma fyrir símtöl á næsta ári. mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira