Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna 22. september 2009 10:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira