Auðmaðurinn Karsten Ree til bjargar Amagerbanken 29. október 2009 10:34 Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskir vefmiðlar flytja fréttir í dag um að auðmaðurinn Karsten Ree ætli að koma Amagerbanken til bjargar með hálfan milljarð danskra kr. í nýju fjárframlagi til bankans. Framtíð Amagerbanken er óljós þar sem bankinn uppfyllir ekki lengur skilyrði um eiginfjárhlutfall. Gaf danska fjármálaeftirlitið bankanum frest til að laga þá stöðu ellegar myndi eftirlitið yfirtaka starfsemi bankans. Stjórn bankans áfrýjaði þessum skilyrðum eftirlitsins til sérstaks áfrýjunardómstóls sem tekur afstöðu til málsins á næstu dögum. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu þarf bankinn á 600 milljónum danskra kr. að halda hið minnsta í nýju eignfé til að hann uppfylli reglur um eiginfjárhlutfall. Karsten Ree er Íslendingum ekki að öllu ókunnur því í nóvember í fyrra kom til tals að Ree keypti Sterling flugfélagið af Pálma Haraldssyni en ekkert varð af þeim kaupum. Ree er fyrrum eigandi auglýsingablaðsins Den Blå Avis en hann seldi það fyrir 2 milljarða danskra kr. í fyrra. Ree setur það skilyrði fyrir aðkomu sinni að Amagerbanken að bankinn fái opinbera aðstoð úr svokölluðum bankpakke II en ljóst er að svo verður ekki ef skilyrði fjármálaeftirlitsins verða staðfest af áfrýjunardómstólinum. Hlutabréf í Amagerbanken tóku stökk uppávið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn þegar tilboð Ree varð opinbert. Hafa þau hækkað um 27% frá opnun markaðarins og hafa viðskipti með þau aldrei verið meiri á einum degi í kauphöllinni.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira