Vonar að önnur greiðsla AGS komi á næstu vikum 22. maí 2009 12:12 Fjármálaráðherra segist vona að næsti hluti lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) verði greiddur á næstu vikum. Sendinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi að eigin ósk til að funda með íslenskum ráðamönnum. „Það koma næstu greiðslur í beinu framhaldi af endurskoðuninni eins og alltaf hefur staðið til, og ef að þetta gengur eftir á næstu vikum, þá ætti staðan að vera gjörbreytt hvað varðar gjaldeyrisforðann og okkar stöðu í þeim efnum. Það skiptir mjög miklu máli að við náum því að styrkja hann með þeim hætti sem áætlað er," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Nokkrar tafir hafa orðið á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrisjóðsins á næsta hluta lánveitingar sjóðsins til Íslands. Upphaflega stóð til að annar hluti lánsins yrði greiddur út í febrúar síðastliðnum. „Þeir lögðu það til að þeir kæmu hérna eftir kosningar og ræddu við stjórnvöld á nýjan leik eftir kosningar og stjórnarskipti og þá yrði farið yfir málin og ég held í sjálfu sér sé það bara gott," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steingrímur hitti formann sendinefndarinnar á þriðjudaginn til að fara yfir stöðu efnahagsmála á en hann fundar aftur með sendinefndinni í dag. Aðspurður um hvort stýrivextir hefðu komið til tals sagði Steingrímur svo vera „Að sjálfsögðu ræddum við þá. Ég fór bara yfir þessi almennu rök hversu mikilvægt það sé fyrir okkur heimili, fyrirtæki bankanna að við getum haldið áfram vaxtalækkunarferli. það er auðvelt að færa mörg gild rök fyrir því að við þurfum bráðnauðsynlega á því að halda að vextirnir haldi áfram að lækka," segir Steingrímur. Ennfremur segir ráðherrann að þetta sé rætt sem hluti af aðstæðum í efnahags- og ríkisfjármálum almennt og hvernig horfurnar eru. „Það eru allir sammála um það að lokum er það Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd sem tekur þessar ákvarðanir," segir Steingrímur. „Önnur íslensk stjórnvöld skipta sér ekki af því og heldur ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn." Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðherra segist vona að næsti hluti lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) verði greiddur á næstu vikum. Sendinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi að eigin ósk til að funda með íslenskum ráðamönnum. „Það koma næstu greiðslur í beinu framhaldi af endurskoðuninni eins og alltaf hefur staðið til, og ef að þetta gengur eftir á næstu vikum, þá ætti staðan að vera gjörbreytt hvað varðar gjaldeyrisforðann og okkar stöðu í þeim efnum. Það skiptir mjög miklu máli að við náum því að styrkja hann með þeim hætti sem áætlað er," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Nokkrar tafir hafa orðið á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrisjóðsins á næsta hluta lánveitingar sjóðsins til Íslands. Upphaflega stóð til að annar hluti lánsins yrði greiddur út í febrúar síðastliðnum. „Þeir lögðu það til að þeir kæmu hérna eftir kosningar og ræddu við stjórnvöld á nýjan leik eftir kosningar og stjórnarskipti og þá yrði farið yfir málin og ég held í sjálfu sér sé það bara gott," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steingrímur hitti formann sendinefndarinnar á þriðjudaginn til að fara yfir stöðu efnahagsmála á en hann fundar aftur með sendinefndinni í dag. Aðspurður um hvort stýrivextir hefðu komið til tals sagði Steingrímur svo vera „Að sjálfsögðu ræddum við þá. Ég fór bara yfir þessi almennu rök hversu mikilvægt það sé fyrir okkur heimili, fyrirtæki bankanna að við getum haldið áfram vaxtalækkunarferli. það er auðvelt að færa mörg gild rök fyrir því að við þurfum bráðnauðsynlega á því að halda að vextirnir haldi áfram að lækka," segir Steingrímur. Ennfremur segir ráðherrann að þetta sé rætt sem hluti af aðstæðum í efnahags- og ríkisfjármálum almennt og hvernig horfurnar eru. „Það eru allir sammála um það að lokum er það Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd sem tekur þessar ákvarðanir," segir Steingrímur. „Önnur íslensk stjórnvöld skipta sér ekki af því og heldur ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn."
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira