Ragnar Sigurðsson og Hannes Þ. Sigurðsson skoruðu báðir fyrir sín lið í sænska bikarnum í kvöld en þá fóru fram leikir í sextán liða úrslitum keppninnar.
Ragnar kom IFK Gautaborg í 2-0 með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu leiksins í 4-1 sigri á Landskrona á útivelli.
Hannes Þ. Sigurðsson minnkaði muninn með marki á lokamínútu leiksins í 3-5 tapi Sundsvall á heimavelli á móti Häcken.