Fimmta nýja liðið vill í Formúlu 1 2. júní 2009 10:25 Alexander Wurz vill stýra Formúlu 1 liði á næsta ári sem kallast Superfund. mynd: Getty Images Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári. Samtals býtast því 15 lið um 26 sæti á ráslínu á næsta ári. FIA, alþjóðabílasambandið mun skera úr um hvaða lið hljóta keppnisrétt þann 14. júní. Fimm ný lið hafa sótt um, auk 10 liða sem keppa á þessu ári. Umsóknarfrestur rann út á föstudaginn og Superfund liðið kom fram í dagsljós nú eftir helgina eftir að allar umsóknir höfðu verið yfirfarnar. Wurz vann aður sem ökumaður með Benetteon, McLaren, Williams og Honda og þykir einn allra snjallasti þróunarökumaðurinn sem starfað hefur síðasta áratug. Hann fékk ekki mikla keppnisreynslu, en innsæi hans við þróunarvinnu þótti hans aðall. Austurrískur viðskiptjöfur vill kosta lið Wurz, en lið á vegum Prodrive, Lola, Campos og USF1 hafa einnig sótt um aðild í samkeppni við Superfund. Hver lið fær tvö sæti á ráslínunni á næsta ári. Gamalgróinn keppnislið hafa deilt við FIA um reglur, en liðin fimm sækja um á grundvelli þessa að þak verði á rekstrarkostnaði á næsta ári, eins og FIA hefur lagt til að verði rauninn. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári. Samtals býtast því 15 lið um 26 sæti á ráslínu á næsta ári. FIA, alþjóðabílasambandið mun skera úr um hvaða lið hljóta keppnisrétt þann 14. júní. Fimm ný lið hafa sótt um, auk 10 liða sem keppa á þessu ári. Umsóknarfrestur rann út á föstudaginn og Superfund liðið kom fram í dagsljós nú eftir helgina eftir að allar umsóknir höfðu verið yfirfarnar. Wurz vann aður sem ökumaður með Benetteon, McLaren, Williams og Honda og þykir einn allra snjallasti þróunarökumaðurinn sem starfað hefur síðasta áratug. Hann fékk ekki mikla keppnisreynslu, en innsæi hans við þróunarvinnu þótti hans aðall. Austurrískur viðskiptjöfur vill kosta lið Wurz, en lið á vegum Prodrive, Lola, Campos og USF1 hafa einnig sótt um aðild í samkeppni við Superfund. Hver lið fær tvö sæti á ráslínunni á næsta ári. Gamalgróinn keppnislið hafa deilt við FIA um reglur, en liðin fimm sækja um á grundvelli þessa að þak verði á rekstrarkostnaði á næsta ári, eins og FIA hefur lagt til að verði rauninn.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira