Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn 18. september 2009 09:57 Mengun er mikil í Singapúr og skógareldar hafa valdið því að reykur liggur yfir borginni og takmarkar sýn. Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins. Eldar hafa geysað á Sumötru og Kalimantan vegna mikilla hita og stjórnendur mótsins segja að FIA verði að taka ákvörðun um hvort skyggni sé nógu mikið, en mótið í Singapúr fer fram í flóðlýsingu. Brautin er lýst upp með 1.500 ljósum. "Það versta sem gæti gerst er að skyggnið verði svo slæmt að það hefur áhrif á öryggi ökumanna og að stöðva verði keppnina. Það sama á við ef það verður úrhellisrigning á flóðlýstri braut. En þetta er eitthvað sem dómarar mótsins verða að ákveða", sagði Tan Teng Lip hjá akstursíþróttasambandi Singapúr. Kappaksturinn í fyrra vakti mikla lukku vegna flóðlýsingar og skemmtilegrar stemmningar, þó rifist sé um úrslitin og hvernig Renault svindlaði til að ná árangri. Dæmt verður í því máli hjá FIA, alþjóðabílasambandinu á mánudagnn. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins. Eldar hafa geysað á Sumötru og Kalimantan vegna mikilla hita og stjórnendur mótsins segja að FIA verði að taka ákvörðun um hvort skyggni sé nógu mikið, en mótið í Singapúr fer fram í flóðlýsingu. Brautin er lýst upp með 1.500 ljósum. "Það versta sem gæti gerst er að skyggnið verði svo slæmt að það hefur áhrif á öryggi ökumanna og að stöðva verði keppnina. Það sama á við ef það verður úrhellisrigning á flóðlýstri braut. En þetta er eitthvað sem dómarar mótsins verða að ákveða", sagði Tan Teng Lip hjá akstursíþróttasambandi Singapúr. Kappaksturinn í fyrra vakti mikla lukku vegna flóðlýsingar og skemmtilegrar stemmningar, þó rifist sé um úrslitin og hvernig Renault svindlaði til að ná árangri. Dæmt verður í því máli hjá FIA, alþjóðabílasambandinu á mánudagnn. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira