Sögufrægt lið aftur í Formúlu 1 15. september 2009 10:19 Nigel Mansell sprettir úr spori á Lotus á síðustu öld. FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld. Liðið er að hluta í eigu fyrirtækja í Malasíu og ríkisstjórnar landsins, en verður samt að stærstum hluta staðsett í Norfolk í Bretlandi. Bretinn Mike Gascoyne verður tæknistjóri liðsins, en hann var áður hjá Renault og Toyota. Í ljósi þessarar tilkynningar þá er ekki pláss fyrir BMW liðið eða búnað þess sem er til sölu, en FIA er að skoða hvort fjölda skuli liðum úr 13 í 14, en fjögur ný lið keppa á næsta ári. Auk Lotus eru það Campos frá Spáni, USF1 frá Bandaríkjunum og Manor Motorsport frá Bretlandi. Verði 14 lið leyft árið 2010, þá munu 28 ökumenn verða á kappakstursbrautum í Formúlu 1 á næsta ári. Sjá meira um Lotus Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld. Liðið er að hluta í eigu fyrirtækja í Malasíu og ríkisstjórnar landsins, en verður samt að stærstum hluta staðsett í Norfolk í Bretlandi. Bretinn Mike Gascoyne verður tæknistjóri liðsins, en hann var áður hjá Renault og Toyota. Í ljósi þessarar tilkynningar þá er ekki pláss fyrir BMW liðið eða búnað þess sem er til sölu, en FIA er að skoða hvort fjölda skuli liðum úr 13 í 14, en fjögur ný lið keppa á næsta ári. Auk Lotus eru það Campos frá Spáni, USF1 frá Bandaríkjunum og Manor Motorsport frá Bretlandi. Verði 14 lið leyft árið 2010, þá munu 28 ökumenn verða á kappakstursbrautum í Formúlu 1 á næsta ári. Sjá meira um Lotus
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira