Hörð kreppa framundan fyrir kaffiunnendur 11. maí 2009 10:10 Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur verðið á kaffi hækkað þar sem uppskeran í Kólombíu hefur brugðist og sykur hækkar þar sem uppskeran á Indlandi hefur brugðist. „Við erum komin í hættulega stöðu," segir Andrea Illy forstjóri stærsta kaffifyrirtækið Ítalíu. Andrea býst við því að verðsprengja verði á kaffimarkaðinum á næstunni. Hvað sykur varðar er verðið á honum nú það hæsta undanfarin þrjú ár. Verðið hefur hækkað um 52% á mörkuðum í London og New York frá því í miðjum desember s.l. Indverjar reikna með að framleiðsla þeirra muni minnka um 40% í ár og verða 15 milljónir tonna. Í eðlilegu árferði er framleiðsla þeirra 23 milljón tonn. Matvælaframleiðandinn Kraft hækkaði verið á Maxwell House kaffi sínu um 19% í mars sökum þess að uppskeran í Kólombíu brást. Miklar rigningar og vætutíð í landinu eru orsökin. Nestlé vill ekki upplýsa um verðþróunina á sínu kaffi á næstunni. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur verðið á kaffi hækkað þar sem uppskeran í Kólombíu hefur brugðist og sykur hækkar þar sem uppskeran á Indlandi hefur brugðist. „Við erum komin í hættulega stöðu," segir Andrea Illy forstjóri stærsta kaffifyrirtækið Ítalíu. Andrea býst við því að verðsprengja verði á kaffimarkaðinum á næstunni. Hvað sykur varðar er verðið á honum nú það hæsta undanfarin þrjú ár. Verðið hefur hækkað um 52% á mörkuðum í London og New York frá því í miðjum desember s.l. Indverjar reikna með að framleiðsla þeirra muni minnka um 40% í ár og verða 15 milljónir tonna. Í eðlilegu árferði er framleiðsla þeirra 23 milljón tonn. Matvælaframleiðandinn Kraft hækkaði verið á Maxwell House kaffi sínu um 19% í mars sökum þess að uppskeran í Kólombíu brást. Miklar rigningar og vætutíð í landinu eru orsökin. Nestlé vill ekki upplýsa um verðþróunina á sínu kaffi á næstunni.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira