Opel hugsanlega í kanadíska eigu 29. maí 2009 20:30 Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð. Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Þjónustudagur Toyota Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð.
Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Þjónustudagur Toyota Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49
Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent