Skíðabrekka nefnd í höfuð Schumachers 15. janúar 2009 09:41 Michael Schumacher stendur stoltur viið samnefnda brunbrekku á skíðasvæði fína fólksins á Ítalíu. Mynd: AFP Ferrari Formúlu 1 liðið dvaldi í skíðapardísinni í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær á árlegri uppákomu til að efla andann. Meðal gesta var Michael Schumacher og stjórnendur skíðasvæðisins ákváðu að nefna brunbrekku í höfuðið á kappanum. Schumacher nýtur mikllar virðingar á Ítlaíu eftir dvöl hans með Ferrari, en hann er sjöfaldur meistari í Fromúlu 1. Það er met sem verður seint slegið. Hann er líka vel liðtækur skíðamaður og hefur eytt ófáum jólum á skíðum í Noregi með fjölskyldu sinni og vinum. Felipe Massa og Kimi Raikkönen voru líka á staðnum og tekist var á á skíðum, kartbílum og snjóbrettum. Stefano Domencali, framkvæmdarstjóri Ferrari gat þess að Raikkönen hefði tekið sig á varðandi líkamsrækt í vetur og stefndi á að sanna getu sína undir stýri. "Raikkönen vill sýna fyrri styrk eftir að forseti Ferrari sagði að bróðir hans hefði verið undir stýri í fyrra", sagði Domenicali, en Ferrari menn voru ekki alveg sáttir við framgang Finnans á árinu. Sjá nánar um Ferrari Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari Formúlu 1 liðið dvaldi í skíðapardísinni í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær á árlegri uppákomu til að efla andann. Meðal gesta var Michael Schumacher og stjórnendur skíðasvæðisins ákváðu að nefna brunbrekku í höfuðið á kappanum. Schumacher nýtur mikllar virðingar á Ítlaíu eftir dvöl hans með Ferrari, en hann er sjöfaldur meistari í Fromúlu 1. Það er met sem verður seint slegið. Hann er líka vel liðtækur skíðamaður og hefur eytt ófáum jólum á skíðum í Noregi með fjölskyldu sinni og vinum. Felipe Massa og Kimi Raikkönen voru líka á staðnum og tekist var á á skíðum, kartbílum og snjóbrettum. Stefano Domencali, framkvæmdarstjóri Ferrari gat þess að Raikkönen hefði tekið sig á varðandi líkamsrækt í vetur og stefndi á að sanna getu sína undir stýri. "Raikkönen vill sýna fyrri styrk eftir að forseti Ferrari sagði að bróðir hans hefði verið undir stýri í fyrra", sagði Domenicali, en Ferrari menn voru ekki alveg sáttir við framgang Finnans á árinu. Sjá nánar um Ferrari
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira