Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur 18. september 2009 09:55 Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira