Skuldir settar í sölu á netinu 23. nóvember 2009 11:46 Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.Í umfjöllun um málið á DR, danska ríkisútvarpinu, segir að að einn þeirra sem sett hefur skuld til sölu á netinu er fasteignasalinn Jacob Teglovn. Honum voru nýlega dæmdar 1,1 milljón danskra kr. Vandamálið er hinsvegar að sá sem skuldar þessa upphæð er búsettur í Englandi.„Ég er búinn að nota mikið af peningum í lögfræðinga og það eykur bara kostnað minn að halda því áfram," segir Teglovn. „En hér getur verið tækifæri á því að hagnast fyrir einhvern sem þekkir til réttarkerfisins í Englandi og getur barist fyrir þessari skuld þar í landi."Teglovn setti sumsé skuldina til sölu á netsíðunni kunkurser.dk og er ekki einn um að gera slíkt. Netsíða þessi hefur annars aðallega sérhæft sig í sölu muna úr gjaldþrotum eða þrotabúum hvort sem um vörur, bíla eða húsmuni hefur verið að ræða. Nýlega hóf síðan svo að selja skuldir á borð við framangreinda.Bettina Gastel hjá Auktioner A/S sem stendur á bakvið netsíðuna konkurser.dk segir að reynslan af skuldasölunni hafi verið góð hingað til. Yfirleitt fái menn 30-60% af nafnvirði skulda sinna.Formaður sambands innheimtufyrirtækja í Danmörku, Henning Gericke, er ekki eins hrifinn af þessari sölumennsku. „Hættan er sú að skuldarinn sjálfur sitji og bjóði í eigin skuldir og fái þær á útsöluverði," segir Gericke. „Það getur varla verið ætlunin." Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.Í umfjöllun um málið á DR, danska ríkisútvarpinu, segir að að einn þeirra sem sett hefur skuld til sölu á netinu er fasteignasalinn Jacob Teglovn. Honum voru nýlega dæmdar 1,1 milljón danskra kr. Vandamálið er hinsvegar að sá sem skuldar þessa upphæð er búsettur í Englandi.„Ég er búinn að nota mikið af peningum í lögfræðinga og það eykur bara kostnað minn að halda því áfram," segir Teglovn. „En hér getur verið tækifæri á því að hagnast fyrir einhvern sem þekkir til réttarkerfisins í Englandi og getur barist fyrir þessari skuld þar í landi."Teglovn setti sumsé skuldina til sölu á netsíðunni kunkurser.dk og er ekki einn um að gera slíkt. Netsíða þessi hefur annars aðallega sérhæft sig í sölu muna úr gjaldþrotum eða þrotabúum hvort sem um vörur, bíla eða húsmuni hefur verið að ræða. Nýlega hóf síðan svo að selja skuldir á borð við framangreinda.Bettina Gastel hjá Auktioner A/S sem stendur á bakvið netsíðuna konkurser.dk segir að reynslan af skuldasölunni hafi verið góð hingað til. Yfirleitt fái menn 30-60% af nafnvirði skulda sinna.Formaður sambands innheimtufyrirtækja í Danmörku, Henning Gericke, er ekki eins hrifinn af þessari sölumennsku. „Hættan er sú að skuldarinn sjálfur sitji og bjóði í eigin skuldir og fái þær á útsöluverði," segir Gericke. „Það getur varla verið ætlunin."
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira