Bankastjórar og stjórn FIH með 400 milljónir í laun 21. apríl 2009 15:19 Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust. Í úttekt sem Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum í Danmörku (Finansforbundet) hefur gert um laun hjá 20 stærstu bönkum Danmerkur kemur fram að hjá helmingi þessara banka jukust launagreiðslur til bankastjóra og stjórna þeirra milli áranna 2007 og 2008. Þetta gerðist þrátt fyrir að hagnaður þessara banka hefði hrunið milli fyrrgreindra ára. Hjá FIH lækkuðu launin hinsvegar frá 2007 til 2008 um rúm 16% en laungreiðslurnar námu tæpum 22 milljónum danskra kr. árið 2007. Mesta hækkunin á launum varð hjá Fionia Bank eða um tæp 200%. Þau fóru úr 4,8 milljónum danskra kr. árið 2007 og í 14,3 milljónir dkr. í fyrra. Það vekur athygli að launin hækki svona mikið hjá Fionia í ljósi þess að engu mátti muna að bankinn yrði gjaldþrota í fyrra. Mesta lækkun á launum varð hjá Roskilde Bank sem varð gjaldþrota í vetur . Þar lækkuðu launin milli áranna um 75% eða úr 12,5 milljónum dkr. árið 2007 og í rúmlega 3 milljónir í fyrra. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust. Í úttekt sem Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum í Danmörku (Finansforbundet) hefur gert um laun hjá 20 stærstu bönkum Danmerkur kemur fram að hjá helmingi þessara banka jukust launagreiðslur til bankastjóra og stjórna þeirra milli áranna 2007 og 2008. Þetta gerðist þrátt fyrir að hagnaður þessara banka hefði hrunið milli fyrrgreindra ára. Hjá FIH lækkuðu launin hinsvegar frá 2007 til 2008 um rúm 16% en laungreiðslurnar námu tæpum 22 milljónum danskra kr. árið 2007. Mesta hækkunin á launum varð hjá Fionia Bank eða um tæp 200%. Þau fóru úr 4,8 milljónum danskra kr. árið 2007 og í 14,3 milljónir dkr. í fyrra. Það vekur athygli að launin hækki svona mikið hjá Fionia í ljósi þess að engu mátti muna að bankinn yrði gjaldþrota í fyrra. Mesta lækkun á launum varð hjá Roskilde Bank sem varð gjaldþrota í vetur . Þar lækkuðu launin milli áranna um 75% eða úr 12,5 milljónum dkr. árið 2007 og í rúmlega 3 milljónir í fyrra.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira