Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna 26. mars 2009 09:11 Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira