Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur 26. nóvember 2009 11:09 Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Jyllands Posten vitnar í fréttaþjónustu Computerworld í umfjöllun sinni um málið. Þar segir að ormurinn birtist á svokölluðum „vegg" á Facebook-síðum og eftir að hafa sýkt tölvu viðkomandi tengi hann Facebooksíðuna við klámsíðu. Myndin af hinni léttklæddu konu birtist með skilaboðunum „click da button baby". „Vafrinn sem Facebook notandinn er með í notkun mun opna stærri útgáfu af konumyndinni við það að smella á hana og ef smellt er áfram tengist viðkomandi við klámsíðu," segir Roger Thompson greinandi hjá vírusvarnafyrirtækinu AVG Technologies en á heimasíðu þess má sjá myndband af því hvað gerist. Hönnuðir ormsins virðast græða peninga á því að beina aukinni umferð inn á klámsíður en sérfræðingar eru ekki alveg sammála um hvað ormurinn hefur fleira í för með sér. Sumir telja að hann safni einnig saman viðskiptalegum upplýsingum frá notendum og þær séu síðan notaðar til kaupa á varningi án vitundar notendans. Facebook hefur sent frá sér aðvörun vegna þessa orms en í henni segir m.a. að síðan hafi gert ráðstafnir til að loka fyrir urlið sem tengist klámsíðunni og að verið sé að hreinsa til á þeim stöðum þar sem ormsins hefur orðið vart. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni. Jyllands Posten vitnar í fréttaþjónustu Computerworld í umfjöllun sinni um málið. Þar segir að ormurinn birtist á svokölluðum „vegg" á Facebook-síðum og eftir að hafa sýkt tölvu viðkomandi tengi hann Facebooksíðuna við klámsíðu. Myndin af hinni léttklæddu konu birtist með skilaboðunum „click da button baby". „Vafrinn sem Facebook notandinn er með í notkun mun opna stærri útgáfu af konumyndinni við það að smella á hana og ef smellt er áfram tengist viðkomandi við klámsíðu," segir Roger Thompson greinandi hjá vírusvarnafyrirtækinu AVG Technologies en á heimasíðu þess má sjá myndband af því hvað gerist. Hönnuðir ormsins virðast græða peninga á því að beina aukinni umferð inn á klámsíður en sérfræðingar eru ekki alveg sammála um hvað ormurinn hefur fleira í för með sér. Sumir telja að hann safni einnig saman viðskiptalegum upplýsingum frá notendum og þær séu síðan notaðar til kaupa á varningi án vitundar notendans. Facebook hefur sent frá sér aðvörun vegna þessa orms en í henni segir m.a. að síðan hafi gert ráðstafnir til að loka fyrir urlið sem tengist klámsíðunni og að verið sé að hreinsa til á þeim stöðum þar sem ormsins hefur orðið vart.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira