Ljós heimsins 17. desember 2009 06:00 Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Fullveldi er sameignÍslendingar þurfa á útlöndum að halda bæði til að bæta sér upp óhagræðið, sem ella hlytist af fólksfæðinni, og einnig af öðrum ástæðum. Smálönd geta augljóslega ekki framleitt allt, sem þau vanhagar um, til dæmis bíla, skip og flugvélar. Þau þurfa þeim mun frekar á útlöndum að halda en stærri lönd, sem hafa burði til að framleiða allt, sem þau þurfa, enda þótt þau sjái sér engu að síður hag í að skipta við önnur lönd; þess vegna kaupa Bandaríkjamenn japanska bíla í stórum stíl. Ísland liggur miðsvæðis meðal þeirra þjóða, sem hafa frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi. Þessar þjóðir eru allar tengdar nánum böndum, sem skerða fullveldi þeirra að ýmsu leyti líkt og í hjónabandi. Allt er þetta með ráðum gert. Lýðræðisþjóðirnar báðum megin Atlantshafs hafa kosið að skerða eigið fullveldi eða réttar sagt deila því hver með annarri í eiginhagsmunaskyni og einnig af tillitssemi við nágranna sína, bæði innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins (ESB). Helmut Kohl, kanslari Þýzkalands 1982-98, orðaði þessa hugsun vel: Þjóðverjum þykir rétt að binda hendur sínar innan ESB til að firra nágranna sína hættunni á, að einhliða ákvarðanir Þýzkalands geti að nýju valdið öðrum þjóðum skaða. Fullveldið er sameign. Það er eins og þjóðmyntin að því leyti, að það er einskis virði nema aðrar þjóðir taki það gilt eins og Guðmundur Hálfdanarson prófessor lýsti vel í fyrirlestri í Háskóla Íslands á fullveldisdaginn. Þess vegna þurfa Íslendingar líkt og aðrir á því að halda að koma vel og virðulega fram við aðrar þjóðir, enda munu þær þá koma vel og virðulega fram við Ísland. Rökin fyrir því að deila fullveldi Íslands með öðrum Evrópuþjóðum á vettvangi ESB eru skyld rökunum fyrir upptöku sameiginlegrar myntar í stað krónunnar. Óskorað fullveldi án aðhalds og eftirlits getur leitt þjóðir í ógöngur líkt og óskorað vald til að prenta peninga heima fyrir og tendra verðbólgu. Aðhald og hjálp að utanÞað er áleitin spurning, hvort aðhaldið, sem Ísland hefði þurft að lúta sem aðili að ESB, hefði dugað til að aftra hruni. Ætla má, að rússneskt yfirbragð einkavæðingar bankanna 1998-2002 og ofvöxtur þeirra eftir það hefði mætt gagnrýnum mótbárum innan ESB. Hvort það hefði dugað til að koma vitinu fyrir ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann er annað mál. Hitt er víst, að aðhald utan úr heimi hefur reynzt Íslandi vel. Það er meðal annars fyrir tilstilli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að ríkisstjórnin getur ekki miklu lengur vikizt undan því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórninni. Það var fyrir tilstilli ríkjahóps innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO), að Alþingi setti loksins lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra 2006. Í þessu ljósi þarf að skoða gagnið, sem þjóðin getur haft og hefur þegar haft af ráðgjöf Evu Joly og samstarfsmanna hennar við rannsókn hrunsins og saksóknina í kjölfarið. Hún hefur reynsluna. Hún kann tökin. Hún þyrfti helzt að fá bandarísku lögregluna til liðs við sig, einkum ef böndin skyldu berast að hugsanlegum Rússatengslum bankanna. Kaninn er óhræddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Fullveldi er sameignÍslendingar þurfa á útlöndum að halda bæði til að bæta sér upp óhagræðið, sem ella hlytist af fólksfæðinni, og einnig af öðrum ástæðum. Smálönd geta augljóslega ekki framleitt allt, sem þau vanhagar um, til dæmis bíla, skip og flugvélar. Þau þurfa þeim mun frekar á útlöndum að halda en stærri lönd, sem hafa burði til að framleiða allt, sem þau þurfa, enda þótt þau sjái sér engu að síður hag í að skipta við önnur lönd; þess vegna kaupa Bandaríkjamenn japanska bíla í stórum stíl. Ísland liggur miðsvæðis meðal þeirra þjóða, sem hafa frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi. Þessar þjóðir eru allar tengdar nánum böndum, sem skerða fullveldi þeirra að ýmsu leyti líkt og í hjónabandi. Allt er þetta með ráðum gert. Lýðræðisþjóðirnar báðum megin Atlantshafs hafa kosið að skerða eigið fullveldi eða réttar sagt deila því hver með annarri í eiginhagsmunaskyni og einnig af tillitssemi við nágranna sína, bæði innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins (ESB). Helmut Kohl, kanslari Þýzkalands 1982-98, orðaði þessa hugsun vel: Þjóðverjum þykir rétt að binda hendur sínar innan ESB til að firra nágranna sína hættunni á, að einhliða ákvarðanir Þýzkalands geti að nýju valdið öðrum þjóðum skaða. Fullveldið er sameign. Það er eins og þjóðmyntin að því leyti, að það er einskis virði nema aðrar þjóðir taki það gilt eins og Guðmundur Hálfdanarson prófessor lýsti vel í fyrirlestri í Háskóla Íslands á fullveldisdaginn. Þess vegna þurfa Íslendingar líkt og aðrir á því að halda að koma vel og virðulega fram við aðrar þjóðir, enda munu þær þá koma vel og virðulega fram við Ísland. Rökin fyrir því að deila fullveldi Íslands með öðrum Evrópuþjóðum á vettvangi ESB eru skyld rökunum fyrir upptöku sameiginlegrar myntar í stað krónunnar. Óskorað fullveldi án aðhalds og eftirlits getur leitt þjóðir í ógöngur líkt og óskorað vald til að prenta peninga heima fyrir og tendra verðbólgu. Aðhald og hjálp að utanÞað er áleitin spurning, hvort aðhaldið, sem Ísland hefði þurft að lúta sem aðili að ESB, hefði dugað til að aftra hruni. Ætla má, að rússneskt yfirbragð einkavæðingar bankanna 1998-2002 og ofvöxtur þeirra eftir það hefði mætt gagnrýnum mótbárum innan ESB. Hvort það hefði dugað til að koma vitinu fyrir ríkisstjórn Íslands og Seðlabankann er annað mál. Hitt er víst, að aðhald utan úr heimi hefur reynzt Íslandi vel. Það er meðal annars fyrir tilstilli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að ríkisstjórnin getur ekki miklu lengur vikizt undan því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórninni. Það var fyrir tilstilli ríkjahóps innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO), að Alþingi setti loksins lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra 2006. Í þessu ljósi þarf að skoða gagnið, sem þjóðin getur haft og hefur þegar haft af ráðgjöf Evu Joly og samstarfsmanna hennar við rannsókn hrunsins og saksóknina í kjölfarið. Hún hefur reynsluna. Hún kann tökin. Hún þyrfti helzt að fá bandarísku lögregluna til liðs við sig, einkum ef böndin skyldu berast að hugsanlegum Rússatengslum bankanna. Kaninn er óhræddur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun