French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan 5. október 2009 08:22 French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford. Í umfjöllun um málið í blaðinu Financial Times segir að French Connection yfirgefi Japan með beinum kosnaði upp á 2,5 milljónir punda, eða um 500 milljónir kr., í launagreiðslur og afskriftir en um 200 manns munu missa vinnu sína. Þetta kemur ofan á taptrekstur upp á 1,7 milljónir punda á sex mánaða tímabili fram til ágúst s.l. French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Talið er líklegt að héðan í frá muni French Connection einbeita sér að því að snúa við taprekstrinum á heimamarkaði sínum í Bretlandi. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford. Í umfjöllun um málið í blaðinu Financial Times segir að French Connection yfirgefi Japan með beinum kosnaði upp á 2,5 milljónir punda, eða um 500 milljónir kr., í launagreiðslur og afskriftir en um 200 manns munu missa vinnu sína. Þetta kemur ofan á taptrekstur upp á 1,7 milljónir punda á sex mánaða tímabili fram til ágúst s.l. French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Talið er líklegt að héðan í frá muni French Connection einbeita sér að því að snúa við taprekstrinum á heimamarkaði sínum í Bretlandi.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira