French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan 5. október 2009 08:22 French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford. Í umfjöllun um málið í blaðinu Financial Times segir að French Connection yfirgefi Japan með beinum kosnaði upp á 2,5 milljónir punda, eða um 500 milljónir kr., í launagreiðslur og afskriftir en um 200 manns munu missa vinnu sína. Þetta kemur ofan á taptrekstur upp á 1,7 milljónir punda á sex mánaða tímabili fram til ágúst s.l. French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Talið er líklegt að héðan í frá muni French Connection einbeita sér að því að snúa við taprekstrinum á heimamarkaði sínum í Bretlandi. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford. Í umfjöllun um málið í blaðinu Financial Times segir að French Connection yfirgefi Japan með beinum kosnaði upp á 2,5 milljónir punda, eða um 500 milljónir kr., í launagreiðslur og afskriftir en um 200 manns munu missa vinnu sína. Þetta kemur ofan á taptrekstur upp á 1,7 milljónir punda á sex mánaða tímabili fram til ágúst s.l. French Connection skilaði tapi upp á tæpar 13 milljónir punda, eða um 2,6 milljarða kr., fyrir skatta á sex mánaða tímabili sem lauk í endan á júlí. Tapið kemur þrátt fyrir nokkra söluaukningu eða um 4% hjá keðjunni á tímabilinu. Talið er líklegt að héðan í frá muni French Connection einbeita sér að því að snúa við taprekstrinum á heimamarkaði sínum í Bretlandi.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira